Enski boltinn

Voronin farinn frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andriy Voronin í leik með Liverpool.
Andriy Voronin í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Andriy Voronin hefur gengið til liðs við Dinamo Moskvu en hann gerði um helgina þriggja ára samning við félagið.

Voronin kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen árið 2007 en náði sér aldrei á strik. Hann var á síðustu leiktíð í láni hjá Herthu Berlín í þýsku úrvalsdeildinni.

„Mér stóð til boða að spila í Þýskalandi og Rússlandi og ákvað á endanum að fara til Dinamo. Mér líkar vel við félagið," sagði Voronin á heimasíðu Dinamo.

Voronin skoraði alls fimm mörk í 27 leikjum með Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×