Hells Angels í mál við tískuhúsið Alexander McQueen 28. október 2010 08:02 Mótorhjólagengið Hells Angels hefur höfðað mál í Kaliforníu gegn tískuhúsinu Alexander McQueen. Hells Angels ákæra tískuhúsið fyrir að hafa misnotað vörumerki sitt, hauskúpu með vængjum. Í frétt um málið í Financial Times segir að Hells Angels Motorcycle Corporation (HAMC) haldi því fram í ákæru sinni að Alexander McQueen, sem er í eigu PPR í Frakklandi, hafi brotið gegn einkarétti Hells Angels á þessu vörumerki. Málið snýst um svokallaðan „Hell´s Knuckle Duster" hring úr bæði gulli og silfri sem Alexander McQueen framleiðir og selur en á honum er hið umdeilda merki til staðar. Einnig er hægt að fá handtösku með merkinu, kjól og silkihálsklút. Taskan er seld á 2,329 dollara en kjóllinn á 1.595 dollara. Hells Angels hafa ekki aðeins kært tískuhúsið heldur einnig lúxusverslunarkeðjuna Saks og netbúðina Zippo en báðir þessir aðilar selja hinar umdeildu vörur.Í ákærunni segir að Hells Angels hafi notað bæði nafn sitt og merkið frá árinu 1948 og að réttindi til þeirra séu einkaleyfisvernduð. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mótorhjólagengið Hells Angels hefur höfðað mál í Kaliforníu gegn tískuhúsinu Alexander McQueen. Hells Angels ákæra tískuhúsið fyrir að hafa misnotað vörumerki sitt, hauskúpu með vængjum. Í frétt um málið í Financial Times segir að Hells Angels Motorcycle Corporation (HAMC) haldi því fram í ákæru sinni að Alexander McQueen, sem er í eigu PPR í Frakklandi, hafi brotið gegn einkarétti Hells Angels á þessu vörumerki. Málið snýst um svokallaðan „Hell´s Knuckle Duster" hring úr bæði gulli og silfri sem Alexander McQueen framleiðir og selur en á honum er hið umdeilda merki til staðar. Einnig er hægt að fá handtösku með merkinu, kjól og silkihálsklút. Taskan er seld á 2,329 dollara en kjóllinn á 1.595 dollara. Hells Angels hafa ekki aðeins kært tískuhúsið heldur einnig lúxusverslunarkeðjuna Saks og netbúðina Zippo en báðir þessir aðilar selja hinar umdeildu vörur.Í ákærunni segir að Hells Angels hafi notað bæði nafn sitt og merkið frá árinu 1948 og að réttindi til þeirra séu einkaleyfisvernduð.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira