Innlent

Loftsteinn lagður að HR

Háskólinn í Reykjavík Hluti starfseminnar flutti inn í janúar á þessu ári.Fréttablaðið/GVA
Háskólinn í Reykjavík Hluti starfseminnar flutti inn í janúar á þessu ári.Fréttablaðið/GVA

Nýbygging Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík verður formlega tekin í gagnið í dag en öll starfsemi skólans hefur nú flust þar inn. Hornsteinn verður lagður að byggingunni af þessu tilefni – enginn venjulegur steinn heldur loftsteinn sem bakhjarlar skólans hafa gefið honum.

Ari Kristinn Jónsson rektor segir fagnaðarefni að skólinn sé nú loks fluttur að fullu í nýju bygginguna. Spurður um loftsteininn segir hann að það hafi þótt við hæfi að fá loftstein sem hornstein þar sem nöfn kennslu- og skrifstofa skólans bera nöfn úr sólkerfinu.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×