Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar Valur Grettisson skrifar 25. október 2010 11:20 Egill Einarsson. Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. Ástæðan er meint kvenfyrirlitning einkaþjálfarans. Þá hafa tæplega 300 einstaklingar skráð sig á þar til gert mótmælaskjal á netinu þar sem fólk segist ætla að skrá sig úr símaskránni vegna þess sem þeir kalla niðurlægjandi gríns, sem hann hefur sett fram. Á Facebook-síðunni er rifjuð upp gömul bloggfærsla þar sem Egill víkur orðum að feministum. Meðal þess sem hann skrifar er eftirfarandi: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér." Egill fjarlægði bloggfærsluna af vef sínum eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um málið árið 2007. Tilefni umfjöllunar RÚV á sínum tíma var sú að færslan var kærð til lögreglunnar vegna meintra hótanna. Færslan var undir liðnum Fréttastofan. Þegar haft var samband við framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún að tekið væri á móti nýskráningu og afskráningu í símaskránna á hverjum degi. „Við fengum sterk viðbrögð um helgina frá nokkrum einstaklingum sem er alls ekki sáttur við framkomu Egils en það ber að taka fram að við fengum líka jákvæð viðbrögð. Við biðjum okkar viðskiptavini afsökunar ef einhver hefur móðgast vegna samstarfsins, það var svo sannarlega ekki ætlunin," segir Sigríður. Sigríður segir að mótmælin muni ekki hafa áhrif á samstarf fyrirtæksins við Egil. „Við metum það sem svo að það sé ómaklega vegið að Agli í umræðunni sem stendur, hann hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir jákvæð verkefni, hvort sem um ræðir bókaútgáfu, sjónvarpsþætti eða heilsurækt," segir Sigríður og bætir við: „Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og við ætlum að halda áfram að vinna að undirbúningi næstu Símaskrár af fullum krafti. Okkar viðskiptavinir geta verið vissir um að næsta Símaskrá verður ekki bara full af símanúmerum heldur líka full af jákvæðu, skemmtilegu og uppbyggilegu efni fyrir lesendur bókarinnar," segir Sigríður. Egill tekur við af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem oft hefur teiknað umdeildar myndir. Sigríður segir einhverja hafa ekki verið sátta við hans aðkoma að bókinni, „en þeir voru líka miklu fleiri sem þökkuðu þessa nýbreytni," segir Sigríður. Á nýrri útvarpssíðu Vísis má hlusta á viðtal við Egil sem Simmi og Jói tóku við hann í þætti sínum á laugardag. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. Ástæðan er meint kvenfyrirlitning einkaþjálfarans. Þá hafa tæplega 300 einstaklingar skráð sig á þar til gert mótmælaskjal á netinu þar sem fólk segist ætla að skrá sig úr símaskránni vegna þess sem þeir kalla niðurlægjandi gríns, sem hann hefur sett fram. Á Facebook-síðunni er rifjuð upp gömul bloggfærsla þar sem Egill víkur orðum að feministum. Meðal þess sem hann skrifar er eftirfarandi: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér." Egill fjarlægði bloggfærsluna af vef sínum eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um málið árið 2007. Tilefni umfjöllunar RÚV á sínum tíma var sú að færslan var kærð til lögreglunnar vegna meintra hótanna. Færslan var undir liðnum Fréttastofan. Þegar haft var samband við framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún að tekið væri á móti nýskráningu og afskráningu í símaskránna á hverjum degi. „Við fengum sterk viðbrögð um helgina frá nokkrum einstaklingum sem er alls ekki sáttur við framkomu Egils en það ber að taka fram að við fengum líka jákvæð viðbrögð. Við biðjum okkar viðskiptavini afsökunar ef einhver hefur móðgast vegna samstarfsins, það var svo sannarlega ekki ætlunin," segir Sigríður. Sigríður segir að mótmælin muni ekki hafa áhrif á samstarf fyrirtæksins við Egil. „Við metum það sem svo að það sé ómaklega vegið að Agli í umræðunni sem stendur, hann hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir jákvæð verkefni, hvort sem um ræðir bókaútgáfu, sjónvarpsþætti eða heilsurækt," segir Sigríður og bætir við: „Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og við ætlum að halda áfram að vinna að undirbúningi næstu Símaskrár af fullum krafti. Okkar viðskiptavinir geta verið vissir um að næsta Símaskrá verður ekki bara full af símanúmerum heldur líka full af jákvæðu, skemmtilegu og uppbyggilegu efni fyrir lesendur bókarinnar," segir Sigríður. Egill tekur við af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem oft hefur teiknað umdeildar myndir. Sigríður segir einhverja hafa ekki verið sátta við hans aðkoma að bókinni, „en þeir voru líka miklu fleiri sem þökkuðu þessa nýbreytni," segir Sigríður. Á nýrri útvarpssíðu Vísis má hlusta á viðtal við Egil sem Simmi og Jói tóku við hann í þætti sínum á laugardag.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira