Lífið

Lokaþáttur Steinda bannaður innan 16 - syngur dúett með Röggu Gísla

Steindinn okkar hefur slegið í gegn hjá þjóðinni.
Steindinn okkar hefur slegið í gegn hjá þjóðinni.

Lokaþáttur Steindans okkar verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Steindi, Bent og hjálparkokkurinn Diddi Fel voru í óðaönn að taka upp lokaatriðið um tíuleytið í gærkvöldi í fréttastúdíói Stöðvar 2. Steindi hljóp þar um ber að ofan fyrir framan "greenscreen" fréttastofunnar.

Asinn á drengjunum var ansi mikill enda áttu þeir eftir að taka upp atriðið og klippa þáttinn áður en hann verður sendur út í kvöld. Um er að ræða tónlistaratriði þar sem Steindinn syngur dúett með Ragnhildi Gísladóttur sem söng eitt sinn með Stuðmönnum og Grýlunum. Kannski er annar smellur á leiðinni frá Steinda, en lagið Geðveikt fínn gaur, sem hann syngur með Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr Grínlandsþáttunum, nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir.

Þátturinn verður stranglega bannaður börnum og með rauðu merki í horninu sem þýðir að börn undir 16 ára þurfa sérstakt leyfi frá foreldrum til þess að fá að horfa. Þátturinn ku vera afar grófur og innihalda atriði sem þeir félagar Steindi og Bent, sem eru á bak við þáttinn, fengu ekki að sýna í upphafi. Steindinn okkar hefur hins vegar slegið rækilega í gegn og þeir þrjóskuðust í toppunum á Stöð 2 til að fá að sýna atriðin.

Steindi hefur fengið ýmis fræg nöfn til að fara með hlutverk í þáttunum. Eftirminnilegt var þegar Páll Óskar og Jói Fel slógust og ástríða Sigga Hall var einn af hápunktum þáttarins. Þekktu andlitin verða á sínum stað í grófa þættinum; Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu er væntanlegur í kvöld ásamt útvarpsstjóranum Einari Bárðarsyni. - afb


Tengdar fréttir

Steindinn okkar bannaður innan 12 ára

Gamanþátturinn Steindinn okkar hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn er á dagskrá eftir klukkan níu og er bannaður innan tólf ára.

Hausinn á Jóa Fel sprakk eftir bardagann

Hnífabardagi Jóa Fel og Páls Óskars var hluti af sprenghlægilegu myndbandi sem nú er komið á Netið. Bransasögur heitir rapplagið þar sem Steindi Jr. segir vinum sínum skrautlegar sögur við gerð þáttanna Steindinn okkar.

Nýtt myndband Steinda Jr. endar í blóðbaði

Aðdáendur Steindans okkar bíða í ofvæni eftir að hann frumsýni ný tónlistarmyndbönd á Stöð 2 á föstudögum. Í síðasta þætti kynnti hann til leiks lagið Geðveikt fínn gaur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.