Enski boltinn

Houllier vill fá Owen á Villa Park

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gerard Houllier og Michael Owen fyrir tíu árum.
Gerard Houllier og Michael Owen fyrir tíu árum.

Samningur Michael Owen hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Aston Villa, fer ekki leynt með áhuga sinn á leikmanninum og vill fá hann til sín.

Houllier og Owen voru saman hjá Liverpool á sínum tíma og er franski knattspyrnustjórinn til í að endurnýja þau kynni.

Þá hefur Houllier sagt frá því að hann var nálægt því að krækja í Cristiano Ronaldo til Liverpool á sínum tíma. Stjórn félagsins kom í veg fyrir þau kaup þar sem hún vildi ekki rjúfa launaþakið. Ronaldo fór til Manchester United og framhaldið þekkja allir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×