Fótbolti

Tottenham mætir Young Boys

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Lennon í leik með Tottenham í sumar.
Aaron Lennon í leik með Tottenham í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Dregið var í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu nú í morgun og fékk enska liðið Tottenham það verkefni að spila gegn Young Boys frá Sviss um sæti í riðlakeppninni.

Alls komast tíu lið í riðlakeppnina úr forkeppninni, fimm úr röðum meistara og fimm úr röðum annarra liða. Alls verða 32 lið í riðlakeppninni sjálfri.

Eitt Íslendingalið var í pottinum í dag en Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn mæta norska liðinu Rosenborg. Það er því ljóst að eitt Norðurlandalið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar að þessu sinni.

Leikirnir fara fram 17. og 18. ágúst annars vegar og 24. og 25. ágúst hins vegar.

Meistararnir:

Salzburg - Hapoel Tel Aviv

Rosenborg - FC Kaupmannahöfn

Basel - Sheriff

Sparta Prag - Zilina

Partizan Belgrad - Anderlecht

Önnur lið:

Young Boys - Tottenham

Braga - Sevilla

Bremen - Sampdoria

Zenit - Auxerre

Dynamo Kiev - Ajax








Fleiri fréttir

Sjá meira


×