Innlent

Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls

Aðeins einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi.
Aðeins einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi.
Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum.

Faðirinn, Guðmundur R. Guðlaugsson, var handtekinn laugardaginn 10. apríl, þegar fyrri hluti kókaínsins kom til landsins. Sonurinn, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, var handtekinn á fimmtudaginn í síðustu viku þegar hann kom til landsins að utan. Faðirinn hefur ekki hlotið refsidóma en sonurinn hefur áður verið dæmdur fyrir þjófnaði, gripdeild, frelsissviptingu, og líkamsárás. Fimm aðrir sitja í haldi vegna málsins, þeirra á meðal Davíð Garðarsson, margdæmdur brotamaður og fyrrverandi flóttamaður.

Höfuðpaurarnir í málinu ganga þó enn lausir og hefur þeirra verið leitað á Spáni frá því að málið kom upp. Annar þeirra er Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna úr stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem upp kom um aldamót.

Hann er grunaður um að standa að baki mörgum stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið hérlendis og erlendis síðustu ár. Hinn er ríflega þrítugur Íslendingur sem hlotið hefur dóma fyrir fíkniefnasmygl.

Lögregla telur ljóst að ungt par sem handtekið var á Spáni í desember síðastliðnum með mikið magn af kókaíni og situr nú þar í fangelsi hafi verið að ganga erinda þessara sömu manna. - sh, jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×