Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki 21. apríl 2010 11:04 Jenson Button er þrepi ofar Hamilton hvað sigra í mótum varðar. Hann vann í Kína á sunnudaginn og Hamilton varð annar. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra. Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra.
Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira