Button vann í stormasamri keppni 18. apríl 2010 10:12 Jenson Button vann í rigningarkeppni í K'ina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10
Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira