Viðskipti erlent

Íslandsvinur stefnir Facebook og fleiri Internetrisum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Paul Allen sakar 11 Internetfyrirtæki um að hafa stolið lausn af sér. Mynd/ afp.
Paul Allen sakar 11 Internetfyrirtæki um að hafa stolið lausn af sér. Mynd/ afp.
Moldríki Íslandsvinurinn Paul Allen, sem er annar stofnenda Microsoft, hefur stefnt 11 internetfyrirtækjum. Hann sakar þau um að hafa stolið Internetlausn sem að hann hafði einkaleyfi á. Á meðal þessara fyrirtækja eru Apple, Google, Facebook, Yahoo, YouTube og eBay, segir breska blaðið Daily Telegraph.

David Postman, talsmaður Allens, segir að málsóknin sé nauðsynleg svo hægt sé að verja fjárfestingu hans í nýsköpun. Andrew Noyes, talsmaður Facebook, sagði hins vegar í samtali við Reuters fréttastofuna að hann teldi að málsóknin væri algjörlega tilefnislaus og að Facebook myndi verjast henni.

Paul Allen vakti athygli Íslendinga þegar að hann kom hingað til lands í byrjun ágúst og dvaldi í einkasnekkju sinni í Reykjavíkurhöfn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×