Sport

Þorsteinn, Óðinn og Ásdís náðu besta árangri ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/Valli

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tekið saman á heimasíðu sinni hvaða íslenska frjálsíþróttafólk stóð sig best á árinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Þar voru þrjú efst og jöfn með 1082 stig.

Þetta eru þau Þorsteinn Ingvarsson í langstökki með stökk upp á 7,79 metra, Óðinn Björn Þorsteinsson með kast upp á 19,37 metra í kúluvarpi og svo síðast en ekki síst Ásdís Hjálmsdóttir með 60,72 metra kast í spjótkasti.

Alls eru fimm konur og fjórir karlar með árangur sem gefur meira en 1000 stig.

Hin eru: Kristín Birna Ólafsdóttir (1071 stig í 400 m grind; 58,31 sek), Helga Margrét Þorsteinsdóttir (1050 stig í sjöþraut; 5757), Björgvin Víkingsson (1041 stig í 400 metra grind; 51,77 sek.), Sveinjörg Zophoníasdóttir (1009 stig í Langstökki, 6,10 m), Kristinn Torfason (1004 stig í langstökki; 7,42 m) og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir (1001 stig í 200 metra hlaupi; 25,04 sek.).

Auk þess eru tveir boðhlaups árangrar yfir 1000 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×