Viðskipti erlent

Markaðir aftur í uppsveiflu eftir hrun

Hlutabréfamarkaðir beggja vegna Atlantshafsins eru aftur í uppsveiflu eftir hrun undanfarna tvo daga. Góðar hækkanir voru í Evrópu í dag og opnunin á Wall Street fylgir lit.

Einna mestar hækkanir í Evrópu voru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en C20 vísitalan þar hækkaði um 3,6%. Þar fór fremstur Danske Bank en hlutir í honum hækkuðu um 6,4%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að fjárfestar hafi séð ýmis kauptækifæri eftir lækkanir undanfarna tvo dag.

FTSE vísitalan í London hækkaði um 2,7%, Dax í Frankfurt um 2,2% og Cac 40 vísitalan í París hækkaði um 3,1%.

Dow Jones vísitalan á Wall Street hefur hækkað um 1% í fyrstu viðskiptum dagsins og Nasdag um 1,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×