Norðurlöndin sópa að sér íslenskum sjónvarpsþáttum 26. júní 2010 16:45 Pressa. Íslenska glæpaserían er einn af sumarsmellum norska ríkissjónvarpsins. „Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjónvarpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1. Norskir áhorfendur munu bera glæpaseríuna augum 1. júlí þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Einnig hefur framleiðslufyrirtækið selt sænsku ríkisstöðinni SVT1 þættina Svarta Engla en þeir birtast á sænskum sjónvarpsskjám á næstunni. Magnús Viðar er að vonum ánægður með viðskiptin og viðurkennir að þetta sé alltaf markmiðið þegar farið er í framleiðslu á íslensku efni. „Allt snýst þetta um áhorf og ef við fáum góðar áhorfstölur þá erum við betur stödd þegar við sækjum um erlenda styrki,“ segir Magnús, en sala á efni til Skandinavíu skiptir höfuðmáli til að fá styrki. „Við erum að komast með annan fótinn inn í þessa stóru sjóði og getum vel farið að etja kappi við stóru kallana frá hinum löndunum. Það er gríðarlega mikill áhugi að utan á íslensku samfélagi og við erum náttúrulega að endurspegla íslenskan raunveruleika í þessum þáttum.“ Magnús segir best að komast að hjá stóru þjóðunum eins og Þýskalandi því þar er bæði áhorfið og peningarnir meiri. Unnið er að sölu á fleiri þáttum til útlanda sem Magnús segir ótímabært að segja frá að svo stöddu. Það má ef til vill áætla mikil umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum nýverið, vegna hrunsins og elgossins í Eyjafjallajökli, spili inn í áhuga manna á sjónvarpsefni frá og um Ísland. Norðurlandabúar fá að sjá mikið af íslensku efni á næstunni. Skemmst er að minnast þess að finnska ríkissjónvarpið keypti sýningarréttinn á Nætur-, Dag- og Fangavaktinni í lok síðasta árs. Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus tekur undir að áhuginn sé mikill að utan. „Við erum búnir að selja íslensku þættina Hamarinn til ríkistöðvanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi,“ segir Snorri en sýningar hefjast líklega með haustinu. alfrun@frettabladid.is áhugi á leiknu íslensku sjónvarpsefni Sara Dögg Ásgeirsson leikur aðalhlutverkið í sjónvarpþáttunum Pressu sem norska ríkssjónvarpið er að hefja sýningar á. Björn Hlynur leikur í Hamrinum sem hefur verið seldur til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Magnús Viðar hjá Saga Film segir viðskiptin auka möguleika íslenskra framleiðenda á að fá erlenda styrki. Magnús Viðar Björn hlynur Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjónvarpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1. Norskir áhorfendur munu bera glæpaseríuna augum 1. júlí þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Einnig hefur framleiðslufyrirtækið selt sænsku ríkisstöðinni SVT1 þættina Svarta Engla en þeir birtast á sænskum sjónvarpsskjám á næstunni. Magnús Viðar er að vonum ánægður með viðskiptin og viðurkennir að þetta sé alltaf markmiðið þegar farið er í framleiðslu á íslensku efni. „Allt snýst þetta um áhorf og ef við fáum góðar áhorfstölur þá erum við betur stödd þegar við sækjum um erlenda styrki,“ segir Magnús, en sala á efni til Skandinavíu skiptir höfuðmáli til að fá styrki. „Við erum að komast með annan fótinn inn í þessa stóru sjóði og getum vel farið að etja kappi við stóru kallana frá hinum löndunum. Það er gríðarlega mikill áhugi að utan á íslensku samfélagi og við erum náttúrulega að endurspegla íslenskan raunveruleika í þessum þáttum.“ Magnús segir best að komast að hjá stóru þjóðunum eins og Þýskalandi því þar er bæði áhorfið og peningarnir meiri. Unnið er að sölu á fleiri þáttum til útlanda sem Magnús segir ótímabært að segja frá að svo stöddu. Það má ef til vill áætla mikil umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum nýverið, vegna hrunsins og elgossins í Eyjafjallajökli, spili inn í áhuga manna á sjónvarpsefni frá og um Ísland. Norðurlandabúar fá að sjá mikið af íslensku efni á næstunni. Skemmst er að minnast þess að finnska ríkissjónvarpið keypti sýningarréttinn á Nætur-, Dag- og Fangavaktinni í lok síðasta árs. Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus tekur undir að áhuginn sé mikill að utan. „Við erum búnir að selja íslensku þættina Hamarinn til ríkistöðvanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi,“ segir Snorri en sýningar hefjast líklega með haustinu. alfrun@frettabladid.is áhugi á leiknu íslensku sjónvarpsefni Sara Dögg Ásgeirsson leikur aðalhlutverkið í sjónvarpþáttunum Pressu sem norska ríkssjónvarpið er að hefja sýningar á. Björn Hlynur leikur í Hamrinum sem hefur verið seldur til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Magnús Viðar hjá Saga Film segir viðskiptin auka möguleika íslenskra framleiðenda á að fá erlenda styrki. Magnús Viðar Björn hlynur
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira