Bananar og bjöllusauðir Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar