Undirbjó morðið í marga mánuði Andri Ólafsson skrifar 21. nóvember 2010 18:30 Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira