Enski boltinn

Kom Ballack í opna skjöldu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack. Nordic Photos / Getty Images

Fréttirnar sem bárust í morgun frá Chelsea að Michael Ballack væri einn þeirra leikmanna sem ekki fengu nýjan samning við félagið í sumar komu honum sjálfum í opna skjöldu að sögn umboðsmanns hans.

Ballack verður samningslaus í sumar og fær ekki nýjan samning hjá Chelsea, rétt eins og Joe Cole og Juliano Belletti.

Og talið var að Ballack yrði ekki áfram þar sem að samningaviðræður hans við félagið hefðu farið út um þúfur.

„Þetta kom honum mjög á óvart," sagði umboðsmaður Ballack, Michael Becker. „Hann hefur ekki rætt við Chelsea í þrjá mánuði."

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að Ballack standi til boða að spila en hjá sterku liði. Hann var til að mynda í morgun orðaður við Real Madrid á Spáni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×