Viðskipti innlent

Icelandair tapaði 161 milljón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Icelandair Group tapaði 161 milljón króna. á öðrum fjórðung. Mynd/ Anton.
Icelandair Group tapaði 161 milljón króna. á öðrum fjórðung. Mynd/ Anton.
Icelandair Group tapaði 161 milljón eftir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er breyting til batnaðar frá sama tíma í fyrra því að þá nam tapið 1,3 milljörðum króna eftir því sem fram kemur í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar.

Heildarvelta félagsins á öðrum ársfjórðungi var 21,9 milljarðar króna og jókst um 12,2% frá sama tíma í fyrra. EBITDA var 2,1 milljarður króna en var 1,4 milljarður í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×