Borgin þarf Vinstri græn - nú sem aldrei fyrr Sóley Tómasdóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun