Lífið

Bachelorette komin til Íslands

Komin Ali Federtowsky er komin til Íslands ásamt fríðum hópi piparsveina.
Komin Ali Federtowsky er komin til Íslands ásamt fríðum hópi piparsveina.

Tökulið bandaríska sjónvarpsþáttarins Bachelorette er komið til Íslands. Fram undan eru nokkrir tökudagar þar sem piparmeyjan, Ali Federtowsky, hittir nokkra álitlega piparsveina og deilir með þeim fögrum stundum í íslenskri náttúru. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus, sem sinnir tökuliðinu meðan á dvöl þess stendur.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það komið Íslendingunum á tökustað eilítið á óvart hversu umfangsmikið þetta verkefni er. Öll hers­ingin gisti á Hotel Nordica í fyrradag og svo hófst vinnan fyrir alvöru. Ekki var enn búið að fljúga yfir eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur það til. Bandaríkjamennirnir gætu vart verið heppnari með veður því þótt í kortunum sé kalt loft þá er bæði spáð lygnu og björtu veðri við gosstöðvarnar.

Ali Fedotowsky tók þátt í síðustu þáttaröð Bachelor en hafnaði sjálf rós frá þáverandi piparsveini, Jake Pavelka, og tilkynnti að hún hygðist einbeita sér enn frekar að vinnu sinni hjá Facebook. Hún hefur hins vegar sagt upp þeirri vinnu og hyggst leita að ástinni, meðal annars á Íslandi. Fyrsti sýningardagurinn á þáttunum í Bandaríkjunum er 24. maí.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.