Örugg netföng 31. mars 2010 06:00 Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomulag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upphaflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðlar OpenId verði teknir upp hérlendis. Þá er netfang sótt til eins miðlægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og viðskiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjónustufyrirtæki. Þau má nota í margvíslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vefsíðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margskonar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinberir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangsaðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfangÍ rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgengisstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrirtæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuaðilar geta tengt netfang við víðtækari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verður ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrirtækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auðkenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinuÞjóðarnetfang gefur nýja möguleika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík viðbótarnotkun er óhugsandi ef kennitalan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni landsmanna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónustum, eins og fyrr segir og með þjóðarnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á netinu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinberum aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusviðinu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjónustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðarnetfang draga úr rekstri skólamálayfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóðarnetfang. Það gefur möguleika á því að draga stórlega úr pappírsnotkun í samskiptum. Stofnanir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem berist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opinberir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin netheima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og takmarka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóðarnetfangs. Sameining tveggja heimaÓlíkar áherslur eru ríkjandi vestanhafs og í Evrópu varðandi staðfestingu þess hver er hvað á netinu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hugmyndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vottun frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög margþætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháðum aðila og óháð viðskiptatengslum hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í málefni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomulag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upphaflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðlar OpenId verði teknir upp hérlendis. Þá er netfang sótt til eins miðlægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og viðskiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjónustufyrirtæki. Þau má nota í margvíslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vefsíðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margskonar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinberir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangsaðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfangÍ rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgengisstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrirtæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuaðilar geta tengt netfang við víðtækari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verður ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrirtækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auðkenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinuÞjóðarnetfang gefur nýja möguleika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík viðbótarnotkun er óhugsandi ef kennitalan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni landsmanna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónustum, eins og fyrr segir og með þjóðarnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á netinu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinberum aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusviðinu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjónustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðarnetfang draga úr rekstri skólamálayfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóðarnetfang. Það gefur möguleika á því að draga stórlega úr pappírsnotkun í samskiptum. Stofnanir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem berist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opinberir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin netheima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og takmarka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóðarnetfangs. Sameining tveggja heimaÓlíkar áherslur eru ríkjandi vestanhafs og í Evrópu varðandi staðfestingu þess hver er hvað á netinu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hugmyndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vottun frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög margþætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháðum aðila og óháð viðskiptatengslum hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í málefni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun