Viðskipti erlent

Álagspróf á stórbanka í Evrópu birt í dag

Bankastjórar í mörgum af stærstu bönkum Evrópu bíða nú með öndina í hálsinum en seinna í dag verður greint frá álagsprófi á 91 stórbanka í álfunni sem framkvæmt var á vegum Evrópusambandsins.

Þegar hefur kvisast úr að 11 af þessum bönkum hafi ekki staðist prófið.þar á meðal eru tveir þýskir stórbankar. Prófinu er hinsvegar ætlað að slá á ótta fjárfesta um stöðu evrópska bankakerfisins.

Fjölmiðlar í ýmsum Evrópulöndum hafa undanfarna daga birt fréttir um að bankar í þeirra löndum hafi staðist prófið. Þar á meðal eru Bretland og Danmörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×