Enski boltinn

Wenger himinlifandi með Nasri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nasri skorar hér í dag.
Nasri skorar hér í dag.

Samir Nasri hefur verið í fantaformi með Arsenal í vetur og skoraði tvö frábær mörk fyrir liðið í dag og tryggði því um leið sigur á Fulham og toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Nasri er nú búinn að skora 11 mörk í vetur.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum hæstánægður með frammistöðu leikmannsins.

"Mörkin hans voru frábær. Blanda af góðri snertinu, gáfum, sérstökum hæfileikum og yfirvegun. Hann þurfti að vera þolinmóður í báðum mörkunum og kláraði færin frábærlega," sagði Wenger.

"Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann er orðinn mun fjölhæfari leikmaður og farinn að skila meiru til liðsins," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×