
Lýðræðislegra stjórnskipulag
Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt.
Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum.
Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast.
Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat.
Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum.
Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi.
Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar.
Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning.
Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar.
Höfundur er mennta-
og menningarmálaráðherra.
Skoðun

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar

Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands
Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025
Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar

Byggjum meira á Kjalarnesi
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis
Heimir Már Pétursson skrifar

Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hugleiðingar um listamannalaun V
Þórhallur Guðmundsson skrifar

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar