Innlent

Sunnlendingar mótmæla

Sunnlendingar munu safnast saman við Alþingishúsið í dag klukkan fjögur til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála.

Þar verða undirskriftalistar afhentir forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherra en um 8.500 Sunnlendingar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem niðurskurðinum er mótmælt, sem jafngildir því að 44 prósent kosningabærra manna í heilbrigðisumdæmi Suðurlands.

Sunnlendingar óttast að niðurskurðurinn muni valda lokun sjúkrahúsa og er í yfirlýsingunni skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. - mþl








Fleiri fréttir

Sjá meira


×