Styrktartónleikar fyrir Kaffi Flóka 25. ágúst 2010 07:00 Edgar Smári Atlason. „Þetta verður svona manneskjuvænt kaffihús fyrir alla," segir Edgar Smári Atlason, söngvari og einn af aðstandendum Kaffi Flóka, sem er kaffihús/matstofa rekið af og fyrir unga geðfatlaða einstaklinga. Styrktartónleikar fyrir kaffihúsið verða haldnir á morgun þar sem valinkunnir tónlistarmenn koma fram. Allur ágóðinn mun renna til Kaffi Flóka en það er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en sams konar rekstur fyrir geðfatlaða einstaklinga tíðkast mikið í nágrannalöndunum. Kaffihúsið er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. „Þetta var í raun upphaflega hugmynd fólkins á Flókagötuheimilinu en þau vildu fá að spreyta sig við að vinna í þjónustustörfum. Þar sem það er ekki mikið í boði kom þessi hugmynd upp, að opna kaffihús sem er fyrir alla en er rekið af þeim með okkar aðstoð," segir Edgar og bætir við að það geti verið mjög erfitt fyrir fólk sem þjáist af geðsjúkdómum að koma inn á kaffihús eða gera hluti sem eru flestum hverdagslegir. „Hugmyndin um tónleikana kom í sumar þegar við byrjuðum að vinna að opnun kaffihússins en ég þekki það af eigin raun að það kostar ýmislegt að reka kaffihús," segir Edgar Smári sem hefur áður unnið á kaffihúsi föður síns. „Ég ákvað bara að hringja í alla þá sem ég hef verið að vinna með undanfarið eins og til að mynda Stebba Hilmars, Guðrúnu Gunnars, Ellen Kristjánsdóttur og Pétur Hallgríms, og svo Gospelkórinn. Það voru allir tilbúnir til að leggja hönd á plóg til að styrkja málefnið og krakkana," segir Edgar en hann lofar flottum tónleikum og vonast til að sem flestir sjái sér fært um að mæta. Miðaverð er 2.000 kr. og fást þeir í Fíladelfíu. - áp Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Þetta verður svona manneskjuvænt kaffihús fyrir alla," segir Edgar Smári Atlason, söngvari og einn af aðstandendum Kaffi Flóka, sem er kaffihús/matstofa rekið af og fyrir unga geðfatlaða einstaklinga. Styrktartónleikar fyrir kaffihúsið verða haldnir á morgun þar sem valinkunnir tónlistarmenn koma fram. Allur ágóðinn mun renna til Kaffi Flóka en það er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en sams konar rekstur fyrir geðfatlaða einstaklinga tíðkast mikið í nágrannalöndunum. Kaffihúsið er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. „Þetta var í raun upphaflega hugmynd fólkins á Flókagötuheimilinu en þau vildu fá að spreyta sig við að vinna í þjónustustörfum. Þar sem það er ekki mikið í boði kom þessi hugmynd upp, að opna kaffihús sem er fyrir alla en er rekið af þeim með okkar aðstoð," segir Edgar og bætir við að það geti verið mjög erfitt fyrir fólk sem þjáist af geðsjúkdómum að koma inn á kaffihús eða gera hluti sem eru flestum hverdagslegir. „Hugmyndin um tónleikana kom í sumar þegar við byrjuðum að vinna að opnun kaffihússins en ég þekki það af eigin raun að það kostar ýmislegt að reka kaffihús," segir Edgar Smári sem hefur áður unnið á kaffihúsi föður síns. „Ég ákvað bara að hringja í alla þá sem ég hef verið að vinna með undanfarið eins og til að mynda Stebba Hilmars, Guðrúnu Gunnars, Ellen Kristjánsdóttur og Pétur Hallgríms, og svo Gospelkórinn. Það voru allir tilbúnir til að leggja hönd á plóg til að styrkja málefnið og krakkana," segir Edgar en hann lofar flottum tónleikum og vonast til að sem flestir sjái sér fært um að mæta. Miðaverð er 2.000 kr. og fást þeir í Fíladelfíu. - áp
Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira