Lífið

Helgi Björns í kvikmynd Renny Harlin

Leikarinn undirbýr sig fyrir tökur sem hefjast í haust á nýrri kvikmynd.
Leikarinn undirbýr sig fyrir tökur sem hefjast í haust á nýrri kvikmynd. fréttablaðið/stefán
Helgi Björnsson, söngvari og leikari, er nú að undirbúa sig fyrir upptökur á nýrri kvikmynd, en þær fara fram í Ungverjalandi í haust.

Um er að ræða finnska mynd um þjóðhetjuna Mannerheim og ber hún einfaldlega nafnið Mannerheim. Leikstjóri myndarinnar er Renny Harlin sem er þekktur fyrir myndir á borð við Exorcist: The Beginning, The Long Kiss Goodnight, Cliffhanger, Die Hard 2 og A Nightmare on Elm Street 4. Renny þessi var einnig giftur leikkonunni Geenu Davis á árunum 1992 til 1998. Einn framleiðenda myndarinnar er Ingvar Þórðarson sem Helgi vann einnig með í Reykjavik Whale Watching Massacre.

„Upprunalega var hlutverk mitt galleríisti á rívíerunni en mér skilst að það sé eitthvað verið að breyta því og jafnvel stækka það. Ég hreinlega er ekki viss hvar ég enda en það kemur í ljós bráðlega,“ segir Helgi.

Helgi verður þarna með þekktum nöfnum á borð við Stellan Skarsgård sem leikið hefur í myndum á borð við Angels & Demons, Mamma Mia!, Pirates of the Caribbean, Exorcist: The Beginning, Dogville, Good Will Hunting og Dancer in the Dark þar sem hann lék með Björk Guðmundsdóttur.

Á döfinni hjá leikaranum Helga eru upptökur í Austurríki á næsta ári þar sem hann fer með hlutverk í mynd sem heitir Cross Your Heart. - ls





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.