Ráðning skrifstofustjóra á gráu svæði - Fréttaskýring 19. október 2010 05:30 Skyldur Breytingar á starfi skrifstofustjóra borgarstjóra vekja að mati minnihlutans spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum.Fréttablaðið/GVA Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira