Innlent

Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur

Halldór og Sigurjón koma í Ráðherrabústaðinn sunnudaginn 5. október 2008.
Halldór og Sigurjón koma í Ráðherrabústaðinn sunnudaginn 5. október 2008.
Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008.

Við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefndinni lýsti Össur sem í október 2008 gegndi embætti iðnaðarráðherra, þessum fundi með eftirfarandi orðum:

„[Landsbankamenn] [k]omu að kynna okkur eitthvað, frábært tilboð. Og hann [Björgólfur Thor Björgólfsson] sat þarna í sínum flottu fötum, ofsalegur „seller", að selja eitthvað sem gekk út á það að þeir áttu að fá Glitni ókeypis og fá alla skapaða hluti og síðan allan gjaldeyrisforðann og eitthvert „guarantee" til viðbótar. Og Halldór Kristjánsson sat þarna svona eins og laminn hundur og tók ekki mikið undir þetta. Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.""




Fleiri fréttir

Sjá meira


×