Óskarsverðlaunaleikkonan Sandra Bullock er sýnd á forsíðu People-tímaritsins, sem kemur út í dag, með son sinn sem hún ættleiddi á laun fyrir þremur mánuðum síðan. Í viðtali tímaritsins kemur einnig fram að hún er harðákveðin í að skilja við eiginmann sinn, Jesse James, eftir að komst upp um framhjáhald hans.
Sandra og Jesse hafa í fjögur ár unnið í ættleiðingunni. Þau höfðu ákveðið að halda henni leyndri þar til eftir Óskarsverðlaunahátíðina, þar sem Sandra var síðan valin besta leikkonan.
Drengurinn, sonur Söndru, heitir Louis. Hann er þriggja og hálfs mánaðar gamall og fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum. Þrír mánuðir eru síðan ættleiðingin gekk í gegn.
„Það er eins og hann hafi alltaf verið hluti af okkar lífi," segir Sandra í viðtalinu. Vinir hennar og öll fjölskyldan, þar með talið þrjú börn Jesse úr fyrri samböndum, hafa haldið fregnunum leyndum þrátt fyrir fárviðrið sem skapaðist eftir að upp komst um framhjáhald Jesse aðeins nokkrum dögum eftir Óskarsverðlaunahátíðina.
Verið er að breyta ættleiðingarpappírunum og mun Sandra ættleiða sem einstæð móðir.
Sandra Bullock ættleiddi ungabarn eftir framhjáhaldið

Tengdar fréttir

Sandra sneri á Jesse í hjúskaparsáttmála
Sandra Bullock vinnur hörðum höndum að því með lögmönnum sínum að útbúa skilnaðarpappírana.

Jesse James í meðferð
Hataðasti maðurinn í Hollywood um þessar mundir, Jesse James, er farinn í sömu meðferð og Tiger Woods. James hefur viðurkennt fyrir umheiminum að hann sé háður kynlífi með ókunnugum konum. En sú fíkn batt enda á hjónaband hans og Söndru Bullock.

Konan með ennistattúið biður Söndru afsökunar
Michelle Bombshell McGee segir Jesse James hafa logið því að hann væri einhleypur. Hún hafi verið blekkt eins og Sandra Bullock.