Viðskipti erlent

LVMH kaupir 14% hlut í Hermes

Jón Hákon Halldórsson skrifar
LVMH á nú um 17% hlut í Hermes. Mynd/ afp.
LVMH á nú um 17% hlut í Hermes. Mynd/ afp.
Franska lúxusvörukeðjan LVMH ætlar að kaupa um 14% hlut í Hermes veskjaframleiðandanum á 1,45 milljónir evra. Upphæðin nemur um 230 milljónum króna. LVMH ætlar samt hvorki að reyna yfirtöku á fyrirtækinu né hafa áhrif á rekstur þess, eftir því sem Reuters fréttastofan fullyrðir.

LVMH er annars vegar þekkt fyrir framleiðslu á leðurvörum undir merkjum Louis Vuitton og hins vegar á áfengi undir merkjum Hennessy. Eftir að viðskiptin eru gengin í gegn mun LVMH eiga alls um 17% hlut í Hermes.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×