Breiðablik er að missa fimm leikmenn sem hafa verið lykilmenn í liðinu í sumar. Þetta eru Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir Maura Q Ryan og markmaðurinn Katherine Loomis.
Sú síðastnefnda er líklega á leiðinni til Ítalíu en Greta fer út til Bandaríkjanna í nám á næstunni.
"Þetta eru stelpur sem eru að fara í önnur verkefni en við eigum mikið af ungum leikmönnum sem hafa verið að bíða eftir tækifæri til að stíga upp," segir þjálfarinn Jóhannes Karl Sigursteinsson.
"Við treystum á að þeir leikmenn sem við höfum stígi upp," sagði þjálfarinn.
Kvennalið Blika missir fimm lykilmenn
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
