Enski boltinn

Reina orðinn þreyttur á spurningum blaðamanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo Pepe Reina, markvörður Liverpool, hafi skrifað undir nýjan sex ára samning fyrr á árinu eru breskir fjölmiðlar enn að velta sér upp úr framtíð leikmannsins.

Hann var orðaður við Man. Utd á dögunum og fjölmiðlamenn segjast hafa heimildir fyrir því að hann sé óánægður í herbúðum liðsins.

Sjálfur virðist Reina vera orðinn dauðþreyttur á endalausum spurningum um málið.

"Ef þið haldið áfram að spyrja þá hætti ég að svara. Ég hef sagt það oft áður að ég er með samning við Liverpool. Það þarf ekkert að segja meira," sagði Reina pirraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×