Rubens Barrichello ekur í 300 mótinu 26. ágúst 2010 15:06 Rubens Barrichello ekur með Williams. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina. "Spa er frábær braut og ég náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti á brautinni og hef unnið mótið", sagði Barrichello um mót helgarinnar. Hann hefur keppt með mörgum liðum á ferlinum sem hófst þegar hann var 22 ára gamall, en hann er 38 ára í dag. Barichello byrjaði með Jordan, ók síðan með Stewart Ford, Ferrari, Honda og Brawn. Barrichello gekk svo til liðs við Williams á þessu ári. "Brautin er alltaf erfið og verður það með fulla bensíntanka. Það er erfitt að stilla bílnum upp, af því brautin er svo löng og það þarf fljótan bíl í beygum eins og La Source og Eau Rogue. Yfirbyggingin skiptir máli þegar kemur að aksturstímanum og ökumenn velja mismunandi útfærslur á bíla sína, þannig að það er alltaf möguleiki á að taka framúr." "Þetta er mitt 300 Formúlu 1 mót og það eru forréttindi að hafa verið í þessari íþrótt svona lengi og frábær tilfinnig að ná þessu sögulega marki. Ég er enn í toppformi og ætla að keppa áfram...." , sagði Barrichello. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina. "Spa er frábær braut og ég náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti á brautinni og hef unnið mótið", sagði Barrichello um mót helgarinnar. Hann hefur keppt með mörgum liðum á ferlinum sem hófst þegar hann var 22 ára gamall, en hann er 38 ára í dag. Barichello byrjaði með Jordan, ók síðan með Stewart Ford, Ferrari, Honda og Brawn. Barrichello gekk svo til liðs við Williams á þessu ári. "Brautin er alltaf erfið og verður það með fulla bensíntanka. Það er erfitt að stilla bílnum upp, af því brautin er svo löng og það þarf fljótan bíl í beygum eins og La Source og Eau Rogue. Yfirbyggingin skiptir máli þegar kemur að aksturstímanum og ökumenn velja mismunandi útfærslur á bíla sína, þannig að það er alltaf möguleiki á að taka framúr." "Þetta er mitt 300 Formúlu 1 mót og það eru forréttindi að hafa verið í þessari íþrótt svona lengi og frábær tilfinnig að ná þessu sögulega marki. Ég er enn í toppformi og ætla að keppa áfram...." , sagði Barrichello.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira