Innlent

Mótmæli í kvöld - varað við blöðrumyndun

Valur Grettisson skrifar
Mótmæli. Myndin er úr safni.
Mótmæli. Myndin er úr safni.
Boðað hefur verið til mótmæla klukkan hálf átta í kvöld við Alþingi en þá flytur Jóhanna Sigruðardóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína.

Mótmælin eru boðuð á Facebook en þar hafa um 1400 manns staðfest komu sína. Á heimasíðunni er vitnað í Svan Kristjánsson prófessor og það sem hann sagði í viðtali við RÚV, og Eyjan.is greindi frá í síðustu viku eftir að þingheimur hafði greitt atkvæði um ákærur á hendur Geir H. Haarde.

Orðrétt hljóðar tilkynningin svona:

„Gleymum því ekki að stofnunin sem steypti fjármálakerfinu í glötun fyrir tveimur árum, með vanhæfni sinni og spillingu, steypti lýðræðinu sömu leið í atkvæðagreiðslunni um landsdóm síðastliðinn þriðjudag. Því er komið að okkur almenningi að spyrna við fótum áður en þeir missa landið okkar niður um svelginn vegna áframhaldandi afglapa."

Þá eru þeir varaðir við sem ætla sér að slá taktinn lengi. Á Fésbókarsíðunni segir:

„Þeir sem ætla að framkalla tunnutaktinn í marga klukkutíma með slíkum áhöldum ættu líka að vera í hönskum til varnar blöðrumyndun og núningssárum á höndunum."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×