Fótbolti

Var skallaður og fékk rautt - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Boll fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa verið skallaður.
Boll fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa verið skallaður.

Það hefur lengi verið hart barist í viðureignum St. Pauli og Hansa Rostock í þýska boltanum. Liðin mættust í dag í þýsku B-deildinni.

St. Pauli er í baráttu um að komast upp og vann leikinn 2-0 en Hansa Rostock berst fyrir lífi sínu í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft á 56. mínútu leiksins.

Martin Retov, miðjumaður Rostock, sparkaði niður sóknarmanninn Deniz Naki. Brot sem verðskuldaði klárlega brottvísun.

Fabian Boll var ekki sáttur við þessa árás á samherja sinn og óð að Retov til að láta óánægju sína í ljós. Retov ákvað þá að skalla Boll beint fyrir framan dómarann.

Og hver voru viðbrögð dómarans? Jú hann ákvað að gefa Boll rauða spjaldið rétt eins og Retov. Þennan glórulausa dóm má sjá á myndbandi með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×