Lífið

Frægir Íslendingar í rassvasabók

Útgáfufélag Hugleiks Ókeibæ(!)kur gefur nú út fjórðu bókina í rassvasabókaröð sinni.
Útgáfufélag Hugleiks Ókeibæ(!)kur gefur nú út fjórðu bókina í rassvasabókaröð sinni.
„Þessi bók er fræðandi og skemmtileg þó þú sért ekki að nota hana í leiknum Hver er maðurinn? Hún rifjar upp marga aðila sem fólk hefur gleymt en gaman er að muna aftur," segir skopmyndateiknarinn og útgefandinn Hugleikur Dagsson.

Útgáfufélagið Ókeibæ(!)kur hefur sent frá sér fjórðu bókina í rassvasabókaröð sinni. Bókin heitir Hver er maðurinn? og er höfundur bókarinnar undir dulnefninu Meðal-Jón. Það eru Arnar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guðmundsson sem myndskreyta bókina en þeir félagar hafa unnið þó nokkuð saman. Bókin byggir á samnefndum leik sem Íslendingar spila gjarnan á ferðalögum sínum. Í bókinni eru ýmsir frægir Íslendingar, sem eru þó ekki of frægir, taldir upp og þeir túlkaðir á skemmtilegan hátt.

„Teiknistíll þeirra Arnars og Styrmis er ótrúlega svipaður og má líkja honum við „urban New York graffiti stíl" með skrípó ívafi. Þeim félögum tekst að gera persónunum ótrúleg skil í myndum sínum og fer það sjaldnast framhjá fólki um hvern ræðir," segir Hugleikur.

Ástæða þess að höfundur er undir dulnefni er í raun engin sérstök. Hann kallar sig Meðal-Jón, og útskýrir það á þann hátt að „flestallir Íslendingar eru í raun ekkert nema meðal-Jón og það er höfundur líka."

Í tilefni af útgáfu bókarinnar bjóða Ókeibæ(!)kur í pub quiz með séríslensku dægraþema í kvöld klukkan 20.00 á Karaoke Sports Bar á Frakkastíg. Það verða Maggi Noem og Steindi Jr. sem spyrja spurninga og Gísli Galdur ætlar að sjá um tónlist fyrir keppni. Þeir Maggi og Steindi hafa svipað þema í keppninnni og í bókinni, en en ekki það sama og í leiknum Hver er maðurinn?.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.