Innlent

Samtökin 78 þakklát og alsæl með ein hjúskaparlög

Formaður Samtaka 78, Svanfríður Lárusdóttir, segir samtökin afar þakklát og alsæl með nýsamþykkt frumvarp á Alþingi um ein hjúskaparlög. Þau gera það að verkum að samkynhneigðir geta gifst sig í Þjóðkirkjunni.

Svanfríður segir samkynhneigða núna loksins jafn réttháa og aðrir í samfélaginu. Síðasta vígið var þjóðkirkjan - það er nú fallið.

Alþingi samþykkti frumvarpið í morgun með yfirgnæfnandi meirihluta eða 49 atkvæðum. Enginn kaus gegn því.

Prestum er þó í sjálfvald sett að neita að gifta samkynheigð pör kjósi þeir svo. Svanfríður segist ekki sjá að það verði vandamál í framtíðinni. Þeir sem vilja gifta sig velji oftast prest sem þeir treysti sjálfir og því ætti það ekki að vera fyrirstaða að mati Svanfríðar.

Lögin taka gildi 27. júní og verður þá boðað til svokallaðrar regnbogamessu í Fríkirkjunni. Þess má geta að Fríkirkjan er óháð þjóðkirkjunni og hefur gift samkynheigða í mörg ár. Dagsetningin er hinsvegar engin tilviljun því 27. júní er opinber baráttudagur samkynheigðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×