Innlent

Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun

Leit stóð yfir af morðvopninu í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Leitinni verður haldið áfram í dag.
Leit stóð yfir af morðvopninu í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Leitinni verður haldið áfram í dag. Mynd/Egill

Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.



Eins og fréttastofa greindi frá í gær naut lögreglan aðstoðar kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra við leit að vopninu í smábátahöfninni í Hafnarfirði en Gunnar Rúnar hafði greint frá því við yfirheyrslur að hafa kastað því þar. Leitarsvæðið er ekki stórt, smábátahöfnin og svæðið þar í kring.



Í gær fannst fatnaður, sem talið er að hafi tilheyrt sakborningnum og hann hafi losað sig við í höfnina. Hann er ekki lengur í einangrun eftir að játning lá fyrir, en er þó í gæslu og er ekki meðal annarra fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×