Enski boltinn

Chelsea sagt ætla að bjóða í Heskey

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það mun eflaust ýmislegt óvænt gerast á leikmannamarkaðnum í þessum mánuði og ef Emile Heskey færi til Chelsea þá kæmi það svo sannarlega á óvart.

Enskir fjölmiðlar greina frá því dag að Chelsea sé að undirbúa 4 milljón punda tilboð í framherjann.

Heskey fær lítið að spila hjá Aston Villa og Chelsea er að leita að framherja þar sem Drogba er farinn til Afríku í nokkrar vikur.

Ekki er samt víst að Heskey sé heitur fyrir Chelsea enda vill hann spila reglulega svo hann komist í enska landsliðið í sumar.

Hann hefur einnig verið orðaður við sitt gamla félag, Liverpool.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×