Körfubolti

Aðeins fjórum sinnum verið eintómir útisigrar í þriggja leikja seríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍR-ingar fagna sigri á KR fyrir tveimur árum eftir að hafa unnið tvisvar á útivelli í seríunni.
ÍR-ingar fagna sigri á KR fyrir tveimur árum eftir að hafa unnið tvisvar á útivelli í seríunni. Mynd/Valli
Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í Ásgarði í Garðabæ í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Liðin hafa skipts á að vinna hvort annað á útivelli og nú er komið að oddaleiknum sem verður á heimavelli Stjörnumanna.

Vinni Njarðvíkingar leikinn í kvöld verður þetta aðeins fimmta sinn í sögu úrslitakeppninnar þar sem allir leikir vinnast á útivelli í þriggja leikja seríu. Tvö af þessum fjórum einvígum hafa reyndar verið á síðustu þremur árum því ÍR sló KR út 2008 með því að vinna tvo leiki í DHL-höllinni og Grindavík sló Skallagrím árið 2007 með því að vinna tvisvar í Borgarnesi.

Alls hafa ellefu einvígi farið í oddaleik eftir að liðin hafa unnið sitthvorn útileikinn sem þýðir að heimaliðin eru með 64 prósent sigurhlutfall í úrslitaleik eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli en tryggt sér oddaleik með sigri á útivelli í öðrum leiknum.



Útivallar-einvígin fjögur í þriggja leikja seríum:

Undanúrslit 1987: Keflavík 1-2 Valur

1. leikur í Keflavík: Valur vann 69-66

2.leikur í Seljaskóla: Keflavík vann 84-73

Oddaleikur í Keflavík: Valur vann 90-74

Undanúrslit 1992: Njarðvík 1-2 Valur

1. leikur í Njarðvík: Valur vann 70-68

2.leikur á Hlíðarenda: Njarðvík vann 81-78

Oddaleikur í Njarðvík: Valur vann 82-78 eftir framlengingu

8 liða úrslit 2007: Skallagrímur 1-2 Grindavík

1. leikur í Borgarnesi: Grindavík vann 112-105 eftir framlengingu

2.leikur í Grindavík: Skallagrímur vann 87-80

Oddaleikur í Borgarnesi: Grindavík vann 97-81

8 liða úrslit 2008: KR 1-2 ÍR

1. leikur í DHL-höllinni: ÍR vann 85-76

2.leikur í Seljaskóla: KR vann 86-80 eftir framlengingu

Oddaleikur í DHL-höllinni: ÍR vann 93-74






Fleiri fréttir

Sjá meira


×