Lífið

Getur ekki verið án eiginkonunnar

Bruce Willis. MYND/ Cover Media
Bruce Willis. MYND/ Cover Media

Bruce Willis getur ekki verið án eiginkonu sinnar og hafnar því hlutverkum sem hentar ekki hjónabandinu.

Eftir að Bruce skildi við leikkonuna Demi Moore árið 2000, var hann hræddur um að finna ekki ástina á ný. Hann óttaðist kvenfólk og fannst eins og þær vildu hann eingöngu út af frægðinni. Síðan kynntist hann Emmu Heming.

Bruce giftist Emmu í fyrra. Fyrrum eiginkona hans, Demi og dætur þeirra þrjár voru viðstaddar brúðkaupið ásamt eiginmanni Demi, leikaranum Ashton Kutcher.

Bruce segist enn ekki trúa því að Emma hafi samþykkt að giftast sér.

„Ég er hamingjusamasti maður í heimi og nýt lífsins," sagði hann.

„Ég var óhamingjusamur þessi tíu ár sem ég var einn. Núna er ég hamingjusamur á hverjum einasta degi. Emma færir mér andlega og líkamlega fyllingu og hún hjálpar mér að meta lífið. Ég get ekki án hennar verið og hafna því hluverkum sem koma í veg fyrir að geti verið með henni."

Við spáðum í lesendur Lífsins á FB síðunni okkar í morgun. Vertu með í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.