Hafnaði í 14. sæti á fyrsta heimsmeistaramóti barna 14. júlí 2010 13:00 Mótið fór fram í Slóvakíu. Hin níu ára gamla Sesselja Sif Óðinsdóttir tók fyrir skemmstu þátt í fyrsta heimsmeistaramóti barna í fitness sem fram fór í Slóvakíu. Sesselja Sif er dóttir Kristínar Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara kvenna í fitness, og stjúpdóttir Sigurðar Gestssonar, vaxtarræktarkappa. „Æfingarnar byggjast mest á fimleikum og dansi sem sýna bæði styrk og liðleika þátttakenda. Krakkarnir koma einnig fram á stuttbuxum en mega til dæmis ekki nota farða eða annað slíkt eins og viðgengst í fullorðinshópum," útskýrir Sigurður og segir Sesselju Sif hafa staðið sig með prýði á mótinu. „Keppendur voru tæplega hundrað og skiptust nokkuð jafnt í þrjá aldursflokka. Sesselja var í flokki með nokkrum bestu fimleikastúlkum heims og lenti í fjórtánda sæti í flokki átta til níu ára, þannig að hún stóð sig mjög vel stelpan." Þetta telst frábær árangur hjá Sesselju þar sem allir keppendur voru mjög góðir og flestir meistarar í sínum löndum, en þetta var fyrsta keppni Sesselju í fitness. Sesselja Sif, sem hefur æft fimleika í um sex ár, er að sögn Sigurðar ákveðin í að taka þátt í næsta heimsmeistaramóti barna í fitness sem fram fer í Mexíkó á næsta ári. „Í þessum rútínum eru engar skylduæfingar líkt og í fimleikum heldur fá þær frjálsar hendur hvað það varðar. Sesselja er bæði mjög skapandi og dugleg að æfa sig og ég tel að hún eigi eftir að ná langt í íþróttinni. Árangur hennar á mótinu lofar í það minnsta góðu." Aðspurður segir Sigurður að mikill íþróttaáhugi ríki á heimilinu og að lífið snúist mikið í kringum hreysti og hreyfingu. „Við Kristín eigum samtals sjö börn, ég á fjögur og hún þrjú, og mörg þeirra stunda einhvers konar íþróttir. Við leggjum mikið upp úr því að vera heilbrigð og borða hollt og æfum mjög mikið, sumum finnst það kannski of mikið," segir Sigurður að lokum og hlær. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Hin níu ára gamla Sesselja Sif Óðinsdóttir tók fyrir skemmstu þátt í fyrsta heimsmeistaramóti barna í fitness sem fram fór í Slóvakíu. Sesselja Sif er dóttir Kristínar Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara kvenna í fitness, og stjúpdóttir Sigurðar Gestssonar, vaxtarræktarkappa. „Æfingarnar byggjast mest á fimleikum og dansi sem sýna bæði styrk og liðleika þátttakenda. Krakkarnir koma einnig fram á stuttbuxum en mega til dæmis ekki nota farða eða annað slíkt eins og viðgengst í fullorðinshópum," útskýrir Sigurður og segir Sesselju Sif hafa staðið sig með prýði á mótinu. „Keppendur voru tæplega hundrað og skiptust nokkuð jafnt í þrjá aldursflokka. Sesselja var í flokki með nokkrum bestu fimleikastúlkum heims og lenti í fjórtánda sæti í flokki átta til níu ára, þannig að hún stóð sig mjög vel stelpan." Þetta telst frábær árangur hjá Sesselju þar sem allir keppendur voru mjög góðir og flestir meistarar í sínum löndum, en þetta var fyrsta keppni Sesselju í fitness. Sesselja Sif, sem hefur æft fimleika í um sex ár, er að sögn Sigurðar ákveðin í að taka þátt í næsta heimsmeistaramóti barna í fitness sem fram fer í Mexíkó á næsta ári. „Í þessum rútínum eru engar skylduæfingar líkt og í fimleikum heldur fá þær frjálsar hendur hvað það varðar. Sesselja er bæði mjög skapandi og dugleg að æfa sig og ég tel að hún eigi eftir að ná langt í íþróttinni. Árangur hennar á mótinu lofar í það minnsta góðu." Aðspurður segir Sigurður að mikill íþróttaáhugi ríki á heimilinu og að lífið snúist mikið í kringum hreysti og hreyfingu. „Við Kristín eigum samtals sjö börn, ég á fjögur og hún þrjú, og mörg þeirra stunda einhvers konar íþróttir. Við leggjum mikið upp úr því að vera heilbrigð og borða hollt og æfum mjög mikið, sumum finnst það kannski of mikið," segir Sigurður að lokum og hlær.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira