Enski boltinn

Coyle við það að semja við Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Coyle og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Owen Coyle og Jóhannes Karl Guðjónsson. Nordic Photos / Getty Images

Eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag er talið líklegt að Owen Coyle muni semja við Bolton á næsta sólarhring.

Coyle er stjóri Burnley en Bolton rak Gary Megson úr starfi knattspyrnustjóra í síðustu viku.

Coyle lét sig vanta á blaðamannafundi eftir sigur Burnley á MK Dons í ensku bikarkeppninni á laugardag.

Hann stýrði Burnley upp í ensku úrvalsdeildina síðastliðið vor og sem stendur er liðið í fjórtánda sæti deildarinnar. Bolton er hins vegar í því átjánda.

Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með Burnley og Grétar Rafn Steinsson með Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×