Viðskipti erlent

Veðmálafyrirtæki gerir milljóna tilboð í kolkrabbann Pál

Páll varð heimsfrægur fyrir að spá rétt fyrir um úrslit leikja þýska liðsins á HM.
Páll varð heimsfrægur fyrir að spá rétt fyrir um úrslit leikja þýska liðsins á HM.

Rússneskt veðmálafyrirtæki hefur gert 100 þúsund evra, eða tæplega 16 milljóna króna, tilboð í kolkrabbann Pál sem orðinn er heimsfrægur eftir HM í fótbolta fyrr í sumar.

Sem kunnugt er af fréttum spáði Páll rétt fyrir um úrslit allra leikja þýska liðsins í keppninni en Páll er í eigu sjávardýragarðs í Oberhausen.

Annar eigenda veðmálafyrirtækisins segir að 100 þúsund evrur séu upphafstilboð þeirra og er á honum að skilja að fyrirtækið sé jafnvel tilbúið að borga meira fyrir Pál. Dýragarðurinn hefur alfarið hafnað þessu tilboði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×