Enski boltinn

Liverpool aftur orðað við Remy

Elvar Geir Magnússon skrifar
Remy í leik með Marseille gegn Chelsea í Meistaradeildinni.
Remy í leik með Marseille gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

Liverpool vill fá sóknarmanninn Loic Remy frá Marseille. Enska félagið var orðað við Remy áður en hann ákvað að ganga í raðir Marseille í sumar og hefur ekki gefist upp í tilraunum sínum til að landa leikmanninum.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Liverpool að skoða fleiri leikmenn í Frakklandi og er með á sínum lista Adil Rami, varnarmann Lille; Dimitri Payet, vængmann Saint-Etienne og miðjumanninn Yann M'Vila hjá Rennes.

Daily Star segir að hreinsanir séu framundan hjá Liverpool og að framtíð varnarmannana Glen Johnson, Fabio Aurelio og Daniel Agger sé í hættu. Auk þess sem Ryan Babel og Milan Jovanovic gætu verið á förum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×