Landeyjahöfn og jólasveinninn 18. ágúst 2010 06:00 Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar