Viðskipti erlent

Útiloka ekki skemmdarverk í kauphöllinni í London

Forráðamenn kauphallarinnar í London vilja ekki útiloka að skemmdarverk hafi verið fram í kauphöllinni s.l. þriðjudagsmorgun en þá hrundi eitt af helstu viðskiptakerfum kauphallarinnar í tvo tíma.

Í tilkynningu frá kauphöllinni segir að ástæðan fyrir því að viðskiptakerfið hrundi sé ekki vegna tæknilegs galla og að þetta hafi gerst undir grunsamlegum kringumstæðum.

Orðrómur hefur geysað milli verðbréfasala síðan að þetta gerðist að um skemmdarverk hafi verið að ræða.

Samkvæmt frétt í Financial Times voru nýlega boðaðar miklar sparnaðaraðgerðir í kauphöllinni með hópuppsögnum og launalækkunum. Hugsanlega hafi einhver verið að lýsa óánægju sinni með þær aðgerðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×