Skýrsla um Álftanes eftir kosningar 25. maí 2010 04:30 Eftirlitsnefnd hefur umsjón með fjármálum Álftaness eftir að þau fóru í hnút á þessu kjörtímabili. Fréttablaðið/GVA Ríkisendurskoðun segir að niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. „Það er mjög óþægilegt og ómögulegt ef niðurstaða rannsóknar liggur ekki fyrir í tæka tíð fyrir kosningar 29. maí nk. Þessi rannsókn hefði ekki verið framkvæmd, nema alvarlegar ástæður lægju að baki að mati Eftirlitsnefndar,“ bókaði Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, af þessu tilefni í bæjarstjórn Álftaness. „Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á að rannsókn Ríkisendurskoðunar nær líka til þess tíma sem GGG starfaði sem bæjarstjóri á Álftanesi. Ef taka ætti mark á stóryrðum hans í bókuninni verður að álykta að rannsókn á stjórnsýslu áranna 2005-2006 í hans tíð tengist með sama hætti grunsemdum um lögbrot,“ svaraði Sigurður Á. Magnússon, bæjarfulltrúi Á-listans og bæjarstjóri þar til í fyrrahaust. Það voru sveitarstjórnarráðuneytið og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem fólu Ríkisendurskoðun að gera athugunina. Hún átti annars vegar beinast að því hvort gildandi reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla tækju nægjanlegt tillit til aðstæðna á Álftanesi. Hins vegar ætti athugunin að beinast að því hvaða ákvarðanir væru undirrót erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og hvort þær og upplýsingagjöf þess til EFS hefðu verið í samræmi við lög. „Enn á eftir að ræða við nokkra aðila og greina upplýsingar en segja má að sú vinna sé á lokastigi,“ segir í tilkynningu frá ríkisendurskoðanda. - gar Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir að niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. „Það er mjög óþægilegt og ómögulegt ef niðurstaða rannsóknar liggur ekki fyrir í tæka tíð fyrir kosningar 29. maí nk. Þessi rannsókn hefði ekki verið framkvæmd, nema alvarlegar ástæður lægju að baki að mati Eftirlitsnefndar,“ bókaði Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, af þessu tilefni í bæjarstjórn Álftaness. „Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á að rannsókn Ríkisendurskoðunar nær líka til þess tíma sem GGG starfaði sem bæjarstjóri á Álftanesi. Ef taka ætti mark á stóryrðum hans í bókuninni verður að álykta að rannsókn á stjórnsýslu áranna 2005-2006 í hans tíð tengist með sama hætti grunsemdum um lögbrot,“ svaraði Sigurður Á. Magnússon, bæjarfulltrúi Á-listans og bæjarstjóri þar til í fyrrahaust. Það voru sveitarstjórnarráðuneytið og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem fólu Ríkisendurskoðun að gera athugunina. Hún átti annars vegar beinast að því hvort gildandi reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla tækju nægjanlegt tillit til aðstæðna á Álftanesi. Hins vegar ætti athugunin að beinast að því hvaða ákvarðanir væru undirrót erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og hvort þær og upplýsingagjöf þess til EFS hefðu verið í samræmi við lög. „Enn á eftir að ræða við nokkra aðila og greina upplýsingar en segja má að sú vinna sé á lokastigi,“ segir í tilkynningu frá ríkisendurskoðanda. - gar
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira