Enski boltinn

Chelsea þarf að greiða 3,5 milljónir punda fyrir Sturridge

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Chelsea beri að greiða Man. City 3,5 milljónir punda fyrir framherjann Daniel Sturridge.

Þessi upphæð mun reyndar hækka eftir því sem strákurinn spilar fleiri leiki fyrir félagið. Mest gæti Chelsea þurft að greiða 6,5 milljónir punda fari svo að Sturridge leiki 40 leiki fyrir félagið sem og landsleik.

Man. City fær þess utan 15 prósent af söluverði kappans ef Chelsea skyldi einhvern tíma losa sig við hann.

City vildi upprunalega fá 9 milljónir punda fyrir Sturridge.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×